Laxey fær rekstrarleyfi í Viðlagafjöru

Matvælastofnun hefur veitt Laxey hf. rekstrarleyfi til fiskeldis á landi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Fram kemur á vef Matvælastofnunnar að um sé að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa vegna matfiskeldis á laxi og regnbogasilungi. Laxey hf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna hámarkslífmassa matfiskeldi á laxi og regnbogasilungi í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. […]

Skútan í slipp

Þann 5. júní síðastliðinn var björg­un­ar­skipið Þór kallað út vegna er­lendr­ar skútu sem lent hafði í tölu­verðum vand­ræðum djúpt suður af land­inu. Skútan hefur verið í Eyjum síðan en skipta þurfti um gír í skútunni, auk þess sem endurnýja þurfti segl skútunnar sem hafði farið illa í barningnum. Skútan var tekin á þurrt í dag […]

Boginn fjarlægður

Á sunnudaginn síðastliðinn fékk Lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að litlum kranabíl hafi verið ekið á miðbæjarbogann með þeim afleiðingum að hann skemmdist og skekktist. https://eyjar.net/midbaejarboginn-skemmdur/ Í morgun var boginn svo fjarlægður af starfsmönnum þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar og Eyjablikks. Ljósmyndari Eyjafrétta/Eyjar.net smellti nokkrum myndum þegar verið var að taka hann niður.   (meira…)

Ræddu slipp, afleysingarskip og ferðamanna-sumarið

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í síðasta mánuði var rætt um fyrirhugaðan slipp næsta haust og Herjólf III sem væntanlegt afleysingarskip. Þá kom fram að farþegar í apríl hafi verið 20% fleiri en gert var ráð fyrir í áætlun en farþegafjöldi er sambærilegur miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra. Einnig var rætt um […]

Fjórir sóttu um starf aðalbókara hjá bænum

Ráðhús_nær_IMG_5046

Á dögunum var auglýst laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, og í því felst yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, afstemmingu, uppgjöri og annarri bókhaldsvinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bárust Vestmannaeyjabæ fjórar umsóknir um starfið, en ein […]

Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.