Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]
Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]
Ljósleiðarinn og Tölvun í samstarf um fjarskiptaþjónustu á ljósleiðarakerfi Eyglóar

Ljósleiðarinn og Tölvun ehf. hafa hafið samstarf með það að markmiði að bjóða fjarskiptaþjónustu til heimila og fyrirtækja á kerfi Eyglóar í Vestmannaeyjum. Framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir fátt mikilvægara en samkeppnina þegar kemur að ljósleiðaramálum. Eigandi Tölvunar segir Ljósleiðarann sterkan bakhjarl sem gæti tryggt Vestmannaeyingum gott og hnökralaust samband. Fyrir 25 árum setti forveri Ljósleiðarans fyrsta […]