Herjólfur til Þorlákshafnar

Því miður gat Herjólfur ekki sigt til Landeyjahafnar kl. 17:00 og tók stefnuna til Þorlákshafnar. Brottför frá Þorlákshöfn er kl. 20:45 í kvöld. Þeir farþegar sem áttu bókað færast sjálfkrafa milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma […]
Ekki upp um deild þetta árið

ÍBV-konur lutu í lægra haldi fyrir Skagakonum á Hásteinsvelli í Lengjudeild kvenna í dag 0:1. Markið kom á 67. mínútu og þar við sat. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig og sæti í efstu deild ekki inni í myndinni þetta árið. Síðasti leikur tímabilsins er gegn HK á útivelli næsta laugardag, sjöunda […]
Ljúfur vetur framundan í FÍV

„Árið leggst vel í okkur og ég held að þetta verði ljúfur og krefjandi vetur. Við erum alltaf að vinna með grunnþætti menntunar og höfum verið að vinna mikið með lýðræðið og sjálfbærni en núna verður í byrjun annar áhersla á fjölmenningu og byrjar skólaárið með japanskri þemaviku og fáum hingað gesti frá Japan,“ segir […]
Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar fyrir viku. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]
Karlarnir sungu í kerinu

Fyrir mánuði síðan var eitt þeirra fiskeldiskera út í Viðlagafjöru breytt í hljómleikasal þegar landeldisfyrirtækið Laxey fékk Karlakór Vestmannaeyja til að syngja í því. Sjá má myndband frá söngnum hér fyrir neðan. (meira…)
VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)
Tyrkjaránið hefur átt hug hans allan í þrjátíu ár

Adam Nichols er prófessor við Marylandháskólann í Bandaríkjunum en hann var staddur í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Hann hefur, ásamt Karli Smára Hreinssyni, íslenskufræðingi, þýtt Reisubók Ólafs Egilssonar, sem er frásögn hins hernumda prests frá því ræningjarnir gengu á land í Vestmannaeyjum, af afdrifum hans í Barbaríinu og hvernig hann komst aftur heim til Eyja. […]
Enginn fór sér að voða og enginn varð fyrir hrekk

Rétt fyrir Þjóðhátíð hittust nokkrir félagar úr Hrekkjalómafélaginu og gerðu sér glaðan dag. Ásmundur Friðriksson segir það hafi verið ótrúlega skemmtilegt fyrir þá félagana að hittast og rifja upp gamla tíma. „Vökva vináttuna og hlægja mikið saman.” Hann segir að það hafi verið orðið langt síðan þeir áttu saman kvöldstund. „Þar sem við gáfum lífinu […]
ÍBV fær ÍA í heimsókn

Næst síðasta umferð Lengjufeildar kvenna klárast í dag er leiknir verða fjóriri leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er í því sjötta með 23 stig. ÍA hafði betur í fyrri leik liðana, 3-1 á Skaganum. Flautað er til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í […]