Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum […]
Systurskipin fylgdust að

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað fyrir austan land undanfarnar vikur og oftast landað aflanum í Neskaupstað. Í síðustu viku lönduðu skipin þó í Eyjum. Í gær komu þau síðan bæði til Neskaupstaðar og lönduðu þar fullfermi. Í veiðiferðinni fylgdust skipin að og öfluðu svipað, en aflinn var nær alfarið þorskur og ýsa, […]
Frá heilsugæslu HSU í Eyjum

Í tilkynningu frá heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar er bæjarbúum þakkað fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem […]
Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi. Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]