Afturelding hafði betur

ÍBV og Afturelding mættust í 8-liða úrslitum karla í handbolta í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik í dag, en ÍBV leiddi í leikhléi 13-14. Þegar leið á seinni hálfleik komust heimamenn í Aftureldingu yfir og létu þeir ekki þá forystu af hendi. Lokatölur 32-30. Næsti leikur í einvíginu verður næstkomandi þriðjudag í […]
Fékk áskorun frá ungum Eyjastelpum

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Þar greindi hún þingheimi frá því að henni hafi borist skemmtileg áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum á dögunum, frá Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að lengja útivistartíma 10 til 12 ára barna. „Þeim þótti það bara […]
Segja upplýsingaskortinn óásættanlegan

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem nú er í samráðsgátt voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Þar voru drög að umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið einnig rædd. Þá ræddi ráðið bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá fundi 28. mars. sl um frumvarpsdrögin. Í umsögn bæjarráðs kemur fram að ráðið […]
Pólskur markvörður til ÍBV

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski skrifaði í vikunni undir samning út keppnistímabilið við knattspyrnudeild ÍBV. Í tilkynningu á vefsíðu félagsins segir að hann komi til með að leika með liðinu í Bestu deild karla en fyrsti leikur ÍBV er á mánudaginn kemur gegn Víkingum á útivelli. Marcel er 24 ára og hefur leikið með Birkirkara, Korona […]
Úrslitakeppnin af stað hjá strákunum

Fyrsti leikur í einvígi ÍBV og Aftureldingar í úrslitakeppni Olísdeildar karla verður háður í dag. Leikið er í Mosfellsbæ. Liðið sem er undan að sækja tvo sigra fer áfram í næstu umferð. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er hann í beinni útsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Handknattleiksdeild ÍBV bauð upp á hópferð frá Eyjum og verður […]