Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]
Fjölbreytt úrval og persónuleg þjónusta

„Ég tók við sem rekstrarstjóri fyrstu vikuna í maí á síðasta ári. Ég kom úr Krónunni, þar sem ég hóf störf sem verslunarstjóri árið 2019. Þar áður rak ég Skýlið ásamt móður minni, Svanhildi Guðlaugsdóttur, í sex ár. Ég starfaði einnig oft hjá henni öll árin sem hún rak Skýlið,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, rekstrarstjóri […]
Eyjamenn hefja leik í Bestu deildinni

Fyrsta umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í þeim fyrri tekur Víkingur Reykjavík á móti ÍBV í Víkinni. Eyjamenn nýliðar í deildinni og verður gaman að sjá þá spreyta sig á móti Víkingum sem fóru langt í Sambandsdeild Evrópu og er liðið sennilega í góðu spilaformi. Flautað verður til leiks klukkan […]
Íþróttaskóli ÍBV og HKK

Íþróttaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn föstudaginn langa 18. apríl og laugardaginn 19. apríl milli kl 13:00-14:00 báða dagana. Íþróttaskólinn er fyrir krakka fædda 2019, 2020 og 2021. Allir þátttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 3.500 kr. Stjórnendur skólans verða leikmenn og þjálfarar mfl. kvenna. Skráningafrestur er til 7 apríl og þau […]