Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)
Hreggviður Óli heimsmeistari í GÚRKU

Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna. Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með […]
Erum alltaf opnir fyrir skemmtilegum verkefnum

Fyrirtækið Rafmúli ehf. var stofnað árið 2002. Frá þeim tíma hefur Rafmúli ehf. öðlast traust sem þjónustuaðili fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins. Þar má nefna Síldarvinnsluna í Neskaupstað, Vinnslustöð Vestmannaeyja, Alur álbræðslu í Reykjanesbæ og Kölku í Reykjanesbæ svo fátt eitt sé nefnt. Framkvæmdastjóri og eigandi Rafmúla ehf. er Bergsteinn Jónasson. Bergsteinn segir í […]
Sjálfvirknin orðin meiri í fiskvinnslunni

Richard Bjarki Guðmundsson rafvirki hefur unnið hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum frá janúar 2012 eða í um 13 ár. Rikki eins og hann er oftast kallaður er fæddur hér í Vestmannaeyjum árið 1980 og er giftur Ástu Hrönn Guðmannsdóttur, hárgreiðslukonu og saman eiga þau þrjú börn; Söru Dröfn, Birnir Andra og Heklu Hrönn. Að loknu stúdentsprófi […]