Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. „Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um […]
Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]
Vicente Valor aftur til Eyja

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í […]
Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum. Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann […]
Á ferðinni suður á eyju

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á útsýnisferð um suðurhluta Heimaeyjar. Þar ber m.a. fyrir kalkúnarnir sem fjallað var um hér á Eyjafréttum um páskana. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Laxey – Fyrsti laxinn kominn í fiskeldiskerin

Tímamót í áframeldi – Fyrsta slátrun í haust Fyrsti skammturinn af laxi hefur verið fluttur úr stórseiðahúsi Laxey yfir í fiskeldiskerin og markar þetta tímamót í áframeldi félagsins. Þetta er stórt skref í átt að varanlegum og stöðugum rekstri. Kerin eru 28 metrar í þvermál og 13 metrar á hæð og rúma samtals 5.000 rúmmetra […]