Að verða sumarlegt í Eyjum

Sumarið er gengið í garð og ekki laust við að það sé orðið sumarlegt á eyjunni fögru. Förum á smá flug yfir eyjuna með Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)
Miklar breytingar en sami grunnur hjá Geilsa

Það var ekki mikið pláss í Kelerínu, sem er við Strandveg 75a þegar hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, oftast kenndur við fyrirtæki sitt Geisla raftækjavinnustofu, hófu þar rekstur í október árið 1973. Kannski 20 til 30 fermetrar giskar hann á. Reksturinn sprengdi fljótlega utan af sér húsnæðið og ráðist var í 300 fermetra nýbyggingu […]
Nokkrir miðar eftir á herrakvöld ÍBV

Hið árlega herrakvöld fótboltans verður haldið miðvikudaginn 30. apríl nk. í Golfskálanum. Einsi Kaldi og Rikki kokkur munu bjóða upp á dýrindis sjávarréttahlaðborð. Veislustjóri verður Bjarni Ólafur Guðmundsson. Ræðumenn verða þeir Ásmundur Friðriksson og Stefán Einar Stefánsson. Það mun síðan verða Leó Snær Sveinsson sem mun sjá um að koma fólki í sönggírinn áður en […]
Puffin Run markar upphaf sumarsins

Hið árlega The Puffin Run hlaup verður haldið þann 3. maí nk. Hlaupið er haldið í áttunda sinn nú í ár og fer það stækkandi ár hvert. Magnús Bragason, einn af stofnendum og skipuleggjendum hlaupsins segir hugmyndina af hafi í raun kviknað út frá áhuga gesta á náttúrunni í Vestmannaeyjum. Magnús var í hótelrekstri á […]
Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag

Fjórðu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld, með þremur leikjum. Í Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti ÍBV. Stjarnan með 6 stig úr þremur fyrstu leikjunum en Eyjamenn með 4 stig eftir jafn marga leiki. Í Síðustu umferð tapaði Stjarnan á móti Breiðablik á meðan sigraði ÍBV lið Fram á heimavelli. Það má […]
Stórsigur í bikarnum

Kvennalið ÍBV vann í gær stórsigur á Gróttu í Mjólkurbikarnum. Avery Mae Vanderven kom ÍBV yfir á 10. mínútu. Olga Sevcova bætti svo öðru marki við á 38. mínútu og rétt fyrir leikhlé skoraði Allison Grace Lowrey þriðja mark Eyjaliðsins. 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom svo lokamark leiksins og var þar að verki […]