Veiðigjalda-frumvarpi dreift á Alþingi

Fundur FJR

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum hefur verið dreift á Alþingi að lokinni framlagningu í ríkisstjórn og meðferð þingflokka. Frumvarpið var birt í samráðsgátt frá 25. mars sl. til 3. apríl sl. Samtals bárust 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökum og stofnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar […]

Vel heppnuð kvenna- og karlakvöld knattspyrnu ÍBV

Í gærkvöldi hélt knattspyrnudeild ÍBV glæsileg kvenna- og karlakvöld. Konurnar komu saman í Agóges, en karlarnir í Golfskálanum. Dagskrá kvöldsins var fjölbreytt og skemmtileg á báðum stöðum og var boðið upp á trúbadorastemningnu, tónlistarbingó og happadrætti, svo eitthvað sé nefnt. Stefán Einar Stefánsson og Ásmundur Friðriksson voru meðal ræðumanna á karlakvöldinu. Myndasyrpu frá kvöldinu má […]

Eló er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025!

Það var Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs sem kynnti valið og skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt og skemmtileg lög þegar tilkynnt var um bæjarlistamann ársins í Eldheimum í morgun. Eló – Elíasabet Guðnadóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025! Elísabet Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1999 og ólst þar upp umvafin tónlistarlífi fjölskyldu sinnar. Hún lærði á hljóðfæri í […]

Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin

DSC_1569

Í gær kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð um mál sem Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjafrétta kærði til nefndarinnar og snýr að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni hans um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða. Sjá einnig: Bærinn birtir ekki allan samninginn Strikað hafði verið yfir hluta af textanum samkvæmt beiðni viðsemjenda […]

Kalli úr Kolrössu og Sororicide gengur til liðs við hOFFMAN

Thumbnail IMG 3087

Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey. 1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt […]

Eyjafréttir komnar út

Út er komið fjórða tölublað Eyjafrétta. Blaðið er fjölbreytt en inn í blaðinu er einnig aukablað frá Drífanda – stéttarfélagi í tilefni af 1. maí. Í Eyjafréttum er meðal annars umfjöllun og myndir frá Hljómey. Þá svarar Terra til um sorpmálin. Sjávarútvegurinn er einnig fyrirferðamikill í blaðinu, en bæði Ísfélag og Vinnslustöð héldu nýverið aðalfundi […]

Fótboltinn á fullt

5 Fl IBV 20250424 150646 (1)

Fótboltinn er nú allur að komast á fullt. Þó nokkuð er síðan að Besta deild karla hófst og er Lengjudeild kvenna að hefjast um helgina. Betur er fjallað um meistaraflokka ÍBV í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem nú er dreift til áskrifenda. Undanfarnar vikur hafa yngri flokkar einnig verið að leika æfingaleiki bæði hér heima í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.