Nýtt samstarfsverkefni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum

AGO DSC0003

Í gær fór fram vinnustofa í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum og tóku um 70 fagaðilar þátt. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tilefni vinnustofunnar hafi verið að kynna, efla og útvíkka eldra samstarfsverkefni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á […]

Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gisli Drengskaparh St Jpz

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]

Fiskirí og slippferð

bergey_opf

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa aflað vel að undanförnu. Bergur kom til heimahafnar í Eyjum með fullfermi aðfaranótt sunnudags og Vestmannaey kom í kjölfar hans einnig með fullfermi. Í viðtali við vef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, að hann hafi verið sáttur við túrinn. „Við byrjuðum á Víkinni en flúðum þaðan […]

Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar

default

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í gær spurði Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra um hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Hvenær er ætlað að útkljá málið? „Mig langar til að beina spurningunni til fjármálaráðherra og spyrja hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Í niðurstöðunni kemur skýrt fram […]

Jafnrétti í íþróttastarfi

Á Íslandi er staða jafnréttis í íþróttastarfi góð í alþjóðlegum samanburði en enn er verk að vinna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar spurningakönnunar um jafnrétti í íþróttum og greint er frá í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Staðan er góð borið saman við önnur þátttökuríki þrátt fyrir að ekki sé mikið um sértækar aðgerðir til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.