Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]

Spennandi að taka við nýju skipi

„Þetta gekk allt eins og í sögu á heimleiðinni og allt eins og það átti að vera,“ sagði Ólafur Einarsson,“ skipstjóri á Heimaey VE. „Það gekk frábærlega og auðvitað er þetta stökk upp á við. Allt miklu stærra, öflugra og meira pláss.“ Ólafur sagði eftirvæntingu fylgja því að byrja veiðar á nýju skipi. „Þá kemur […]

Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í […]

Guðmund­ur Fer­tram heimsækir Eyjamenn

GFS Arlington 1 1

​Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Kerec­is og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins er einn frummælenda á opnum fundi sem Eyjafréttir standa fyrir í Akóges í dag. Fundurinn er um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er nú í meðförum Alþingis. Guðmundur hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagði m.a. í umsögn sem hann sendi atvinnuveganefnd þingsins að frumvarpið muni með „einu pennastriki“ soga […]

Ómetanlegt að fá fram þessi sjónarmið

Víðir Óskar Pétur

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð í Vestmannaeyjum. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði þegar hann kom til Eyja og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.