Tap hjá Eyjamönnum gegn Íslandsmeisturunum

ÍBV tók á móti Breiðablik á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla í dag en leikurinn endaði með 0-2 tapi. Leikurinn fór fremur hægt af stað og bæði lið að reyna að ná upp einhverjum spilköflum en það voru gestirnir sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Ágúst Orri Þorsteinsson vann boltann af […]
Á flugi yfir Heimaey

“Eyjan mín fagra græna” söng Bubbi í þjóðhátíðarlaginu um árið. Eyjan er einmitt orðin iðagræn. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem setti drónann á loft í blíðunni. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Lýðræði mælt í fjölda funda?

Það var vel til fundið hjá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, bæjarfulltrúa, að taka saman hvernig fjöldi funda og mála hinna fjögurra fagráða bæjarins, auk bæjarráðs, hafi verið 2019 samanborið við 2024. Gott og hollt er að velta því fyrir sér hvort þróunin sé jákvæð eða neikvæð og þetta er ágætt innleg í vinnu sem er hafin […]
Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]
ÍBV og Breiðablik mætast í dag

Besta deild karla fór aftur af stað í gær eftir landsleikjapásu. Einn leikur var í gær en þá sigraði Stjarnan Val í Garðabæ. Í dag verða svo fjórir leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Blikum. Breiðablik í öðru sæti með 19 stig úr 10 leikjum en Eyjaliðið er með 14 stig og situr í […]
Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]