Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)

Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]

Bergey landaði í Grindavík

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. […]

Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.