Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af […]

Gengið í sólarhring til styrktar krabbameinssjúkum

Styrkleikarnir – Einstök upplifun – Heill sólarhringur í Herjólfsdal Styrkleikar Krabbameinsfélagsins er heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd. Þeir verða haldnir í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal á laugardaginn nk. 9. ágúst og standa í heilan sólarhring. Verða þeir settir klukkan 12.00 á laugardaginn og verður slitið klukkan 11.45 á sunnudaginn. Krabbameinsfélagið er í samstarfi við […]

Sigurður Bragason í þjálfarateymi ÍBV

Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins. Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og […]

Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Samfylkingarinnar eykst um nær þrjú prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um næstum tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-0,8 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar fyrir utan lækkun hjá Sósíalistaflokki.  Tæplega 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði […]

Vinna að endurnýjun á samningi

IMG 5063

Heilsuefling fyrir eldri borgara var til umfjöllunar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Samstarf Vestmannaeyjabæjar og Janusar heilsueflingar á verkefninu “Fjölþætt heilsuefling 65 í Vestmannaeyjum” var rætt og hugmynd að áframhaldandi samningi kynnt. Núverandi samningur rennur út í lok ágúst og óskaði framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki ráðsins fyrir að endurnýja hann til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.