Eyjamenn með sigur í fyrsta leik

Karlalið ÍBV sigraði HK naumlega 30-29 í fyrstu umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og voru yfir 15-11 í hálfleik. Eyjamenn voru áfram með stjórnina á leiknum í síðari hálfleik en þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður náði HK að saxa á forskotið. Þegar tæpar fimm mínútur […]
Samfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% […]
Bærinn veitir umhverfisviðurkenningar

Í dag voru veittar umhverfisviðurkenningar umhverfis-og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Með viðurkenningum vill Vestmannaeyjabær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða. Þeir sem fengu viðurkenningu í ár voru: Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 57 – Þröstur Jóhannsson. Fallegasti garðurinn: Vestmannabraut 49/Stakkholt – Guðný Svava Gísladóttir […]
„Um kvótavæna blöndu að ræða”

Veiði hefur gengið vel hjá ísfisktogurum Síldarvinnslusamstæðunnar og hafa þeir jafnvel komið til löndunar tvisvar í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir frétta af veiðunum en Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu á miðvikudag í Vestmannaeyjum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði einnig á miðvikudag í Grindavík og Gullver […]
Allskonar fólk

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]
Vestmannaeyjahlaupið á morgun

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun, laugardag. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km, og verður ræst frá íþróttamiðstöðinni kl.12:30. „Veðurspáin er góð. Við vonum að hundrað keppendur taki þátt, nú hafa 80 skráð sig,” segir Magnús Bragason, einn skipuleggjenda hlaupsins. Skráning og upplýsingar má nálgast hér. (meira…)
BMW X3 Plug-in Hybrid – Smíðaður fyrir ævintýri

Nýi BMW X3 Plug-in Hybrid er bíll sem sameinar fjölhæfni, þægindi og einstaka aksturseiginleika. Þökk sé tengiltvinnhreyflinum getur þú ekið um á rafmagni í styttri ferðum og notið kraftsins þegar lengri leiðir kalla. Nýjustu tengimöguleikar og háþróuð akstursaðstoðarkerfi lyfta öryggi, virkni og afþreyingu í akstri upp á nýtt stig. „BMW X3 Plug-in Hybrid hentar einstaklega […]
ÍBV fær HK í heimsókn

Olísdeild karla er farin af stað. Í kvöld verða tvær viðureignir. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Afturelding, Fram og Valur hafa sigrað í þeim þremur leikjum sem lokið er í deildinni. Hinn leikur kvöldsins er viðureign Þórs og ÍR á Akureyri. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 18.30. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV […]