Eyjamenn máttu þola tap gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta léku gegn FH í Kaplakrika í kvöld í þriðju umferð Olís deildar karla. Leiknum lauk með 36-30 marka tapi Eyjamanna. FHingar settu tóninn strax í upphafi leiks og komust í 4-0. FH voru yfir allan hálfleikinn en Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk […]

Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna byggingarleyfis

20250710_092734-1024x576_2

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum. Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna […]

Eyjarnar landa áfram fyrir austan

londun_vestmannaey

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]

Hvers vegna á Baldur að fá B-haffæri?

DSC 0980

Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir nú siglingum til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur IV er í slipp. Skipið hefur fengið tímabundna undanþágu til að sigla milli Eyja og Þorlákshafnar, en sú undanþága fellur úr gildi um leið og Herjólfur tekur aftur við siglingum. Nú vinnur Vegagerðin að því að Baldur fái varanlegt B-haffæri, svo hann geti verið varaskip allt árið. […]

Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi

FIV 20201012 173222

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Nýtt […]

FH fær Eyjamenn í heimsókn

Í kvöld hefst 3. umferð Olísdeildar karla þegar fram fara þrír leikir. Í Hafnarfirði tekur FH á móti ÍBV. Eyjamenn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en FH-ingar eru búnir að vinna einn og tapa einum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Kaplakrika í kvöld. Leikir kvöldsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fim. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.