Jóker-vinningur til Eyja

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur […]
Gunnar Þór: Snyrtilegri bíla var ekki að finna á götum Vestmannaeyja

Sumir fæðast með bensín í blóðinu og byrja snemma og skrefin eru nokkur. Flestir byrja á skellinöðru, næst koma mótorhjólin eitt af öðru og vex krafturinn með hverju nýju hjóli. Þá er komið að bílunum og þar ráða hógværð og fjárráð í byrjun en svo fjölgar hestöflum og útlit og stærð verða meira áberandi. Sumir […]
Ekki horft í krónuna hjá ríkinu

„Kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 12 sem reknar hefur verið fyrir Óbyggðanefnd og tekur til eyja og skerja hér við land nemur alls rúmum 96 milljónum króna, en heildarkostnaður við kröfugerðina er 192,4 milljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn,“ segir frétt Morgunblaðsins í dag. Segir […]
Kubuneh opnar netverslun

Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa […]
Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu […]
Fimm Eyjastelpur í liði ársins – Allison Lowrey best

Í vikunni var tilkynnt um lið árins í Lengjudeild kvenna hjá Fótbolti.net. Þjálfarar deildarinnar sáu um að velja úrvalsliðið. Eins og flestir vita þá vann ÍBV deildina með yfirburðum og tapaði einungis einum leik. ÍBV á fimm fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðnýju Geirsdóttir, fyrirliðann Avery Mae Vanderven, Allison Clark, Allison Grace Lowrey og Olgu Sevcovu. […]
SASS óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]