Þjóðvegurinn lokaður – Hvað er planið?

Samgöngur eru líka varnarmál. Ofurskattlagning þarf að skila sér til baka á þá staði sem gjalda fyrir skattlagninguna. Nú kepptust allir fjölmiðlar landsins um að segja fréttir af því þegar að hringvegurinn fór í sundur við Jökulsá í Lóni. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar var fljótur að bregðast við og svara fyrir þetta, ,,við reynum að hraða þessu […]
ÍBV 2 úr leik í bikarnum eftir tap gegn KA

ÍBV 2 tók á móti KA í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 25-33 sigri KA. KA menn komust í 2-4 á fyrstu mínútum leiksins en eftir það skiptust liðin á að vera með forystu. Eyjamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-14. Áfram var jafnræði með liðunum […]
Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]
Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]
Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. „Ég hef ekki tekið […]
Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)
Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)