Eyjamenn töpuðu í Vesturbænum

Karlalið ÍBV í fótbolta spilaði gegn KR í 26. umferð Bestu deildar karla í Vesturbænum í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eyjamenn fengu mjög gott færi í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar Alex Freyr Hilmarsson átti sendingu í gegn á Oliver Heiðarsson sem var kominn einn á móti markverði KR-inga en […]
Álfsnes þarf í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]
Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]
Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]
Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]
Toppliðið sækir botnliðið heim

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar karla fer fram samtímis í dag. Á Meistaravöllum taka KR-ingar á móti Eyjamönnum. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en KR í botnsætinu með 25 stig. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 26 stig og Vestri er þar fyrir ofan með 28 stig. Allir leikir […]