Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Hafna öllum ásökunum

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]
Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]
Rithöfundurinn Embla Bachmann á Bókasafninu

Rithöfundurinn Embla Bachmann verður á Bókasafni Vestmannaeyja laugardaginn 1. nóvember, kl 11:00 og kynnir nýja bók sína. Embla hefur á skömmum tíma orðið einn vinsælasti barnabókahöfundur landsins, þrátt fyrir ungan aldur. Fyrsta bók hennar, Stelpur stranglega bannaðar, sló rækilega í gegn og hlaut mikið lof frá bæði lesendum og gagnrýnendum. Nú er Embla komin með […]
Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur. Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. […]