Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19. Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]
Andri Eyvindsson í úrslitum í Jólalagakeppni Rásar 2

Rás 2 auglýsti á dögunum eftir nýjum framlögum í hina árlegu Jólalagakeppnina þeirra og hefur nú verið tilkynnt hvaða fimm lög komast í úrslit. Eitt af lögunum sem hlutu úrslitasæti var lagið Bakvið ljósin eftir Eyjamanninn Andra Eyvinsson. Andri er lagahöfundur, trúbador og tónlistarkennari. Hann segir textann hafa tragískann undirtón en að sagan endi þó […]
Súrrealískt að mæta á Bessastaði

María Fönn Frostadóttir hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið og hefur heldur betur látið til sín taka. Maríu Fönn var afhent forsetamerki Bandalags íslenskra skáta á Bessastöðum í byrjun mánaðarins, sem er mikil viðurkenning fyrir hennar störf. Forsetamerkið byggir á kjarnagildum skátahreyfingarinnar, þar sem lögð er áhersla á persónulegan þroska og framlag […]
Biðlistar í leikskólum: Stefnt að frekari fjölgun leikskólarýma

Biðlistar hafa myndast á leikskólum Vestmannaeyjabæjar og að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, er unnið markvisst að því að mæta eftirspurn. Inntaka leikskólabarna fer fyrst og fremst fram á haustin, og aftur í upphafi árs, og tókst bænum í september að taka inn öll börn sem voru orðin 12 mánaða þá, í samræmi […]
Önnur gul viðvörun og Herjólfur til Þorlákshafnar

Veðurstofan hefur gefið út aðra gula við vörun fyrir Suðurland. Einng er gul viðvörun á Suðaustulandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 15:00 og gildir hún til morguns, 1. des. kl. 05:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-23 m/s, með vindhviður að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum, sem taka á […]