Jólin hjá framlínufólki

Þó flestir landsmenn séu heima með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöldi er það ekki raunin hjá öllum. Margir geta ekki verið heima í faðmi fjölskyldu á þessum hátíðardegi og geta ástæðurnar verið margvíslegar, meðal annars vegna vinnu, veikinda eða að þeir eigi fáa að. Guðný Bernódusdóttir er ein þeirra sem starfar í framlínu og hefur oftar en ekki verið í vinnu yfir jólahátíðina. Á meðan […]
Minning: Ásbjörn Garðarsson

Ásbjörn Garðarsson félagi okkar og formaður Hildibranda félagsins hefur kvatt jarðvistina. Formaðurinn var sannarlega mikill grallari en ákaflega ljúfur og góður drengur. Við teljum talsverðar líkur á því að hann muni örva himnaríkið, sérstaklega ef góður aðgangur er þar að kínverjum og flugeldum. Það var sannarlega oft vígvöllur í kring um kappann, enda lengi regla […]
Það er eitthvað mikið að í hagsmunagæslu fyrir Ísland

„Það ber margt að sama brunni í þessu máli. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtur utanríkisráðherra gera samning án þess að ráðfæra sig að neinu marki við utanríkismálanefnd milli fjögurra ríkja, auk Íslands, Bretlands, Færeyja og Noregs, um skiptingu hlutdeildar í makríl,“ sagði Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í ræðu á Alþingi um nýgerðan samning utanríkisráðherra um makrílveiðar. […]
Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er eins og áður segir mjög efnismikið og telur alls 56 blaðsíður. Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar […]