ÍBV í viðræðum við Víking

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan. Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað […]
Sandra og Daníel trúlofuð

Fyrirliði ÍBV og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Sandra Erlingsdóttir og handboltamaðurinn Daníel Ingason trúlofuðu sig á nýársdag, 1. janúar. Frá þessu greinir Sandra á samfélagsmiðlum. Sandra og Daníel gengu til liðs við ÍBV síðasta haust en þau trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Sandra spilaði þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hafa […]
Gengur ágætlega að dýpka

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega. Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: […]
Spennandi ár að baki og mikið fram undan

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru […]
Árið 2025 í ljósmyndum

Við höldum áfarm að gera upp liðið ár. Í dag sjáum við myndasyrpu Halldórs B. Halldórssonar frá árinu í fyrra en Halldór fór víða og hitti fjölmarga. Sjón er sögu ríkari. (meira…)