Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun

Herjólfur hefur gefið út að í dag og á morgun, 18. og 19. janúar verði siglt til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum : 07.00 og 16.00 Brottför frá Þorlákshöfn : 10.45 og 19.45 Farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma […]
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hækkun flutningskostnaðar raforku Á fundinum var staðan varðandi hækkun […]
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Dagvistunarmál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja eftir að opið bréf barst frá foreldrum leikskólabarna. Í kjölfarið funduðu bæjarstjóri og deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála með foreldrum þar sem farið var yfir áhyggjur þeirra af tekjuviðmiðum heimgreiðslna og stöðu biðlista á leikskólum bæjarins. Í bréfinu komu fram áhyggjur af stöðu dagvistunarmála og framtíðarskipulagi leikskólainntöku í […]