Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldri til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2019. Um er að ræða:

 • Störf á gæsluvelli,
 • störf í umhverfisverkefni (sláttugengi, blómagengi)
 • störf í sumarfrístund,
 • umsjónarmann gæsluvallar,
 • sumarafleysingu á Tæknideild,
 • hafnarstarfsmenn í sumarafleysingar,
 • störf á leikskóla,
 • verkstjóra umhverfisverkefna Þjónustumiðstöð,
 • flokkstjóra vinnuskóla,
 • sumarafleysingar í Safnahúsi,
 • sumarafleysingar í Íþróttamiðstöð,
 • sumarafleysingar í þjónustuíbúðir fyrir fatlaða,
 • Sumarafleysingar í heimaþjónustu við aldraða og fatlaða
 • sumarafleysingar í hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hraunbúðum,
 • önnur almenn sumarafleysingarstörf.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Arnsteinn Ingi Jóhannesson hjá Vestmannaeyjabæ í síma 488 2000 eða með tölvupósti arnsteinn@vestmannaeyjar.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Drífanda og launanefndar sveitarfélaga eða Stavey og launanefndar sveitarfélaga.

Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum og hvetur Vestmannaeyjabær jafnt konur sem karla til að sækja um störfin.

Umsóknum skal skila á sérstöku umsóknareyðublaði til Bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum og merkja „sumarstörf“. Eyðublaðið er hægt að nálgast á vef Vestmannaeyjabæjar http://www.vestmannaeyjar.is/skrar/file/eydublod/atvinnuumsokn.pdf. Einnig er hægt að skila umsóknum á netfangið postur@vestmannaeyjar.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk.

Sumarstörf í Vinnuskólanum verða auglýst síðar.