Útgerðarfyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um greiddu á síðasta fisk­veiðiári, sem lauk 1. sept­em­ber síðastliðinn, vel yfir einn millj­arð króna í veiðigjöld sem var nærri tvö­föld­un frá ár­inu á und­an. Það er íþyngj­andi og treysta verður að rík­is­stjórn og Alþingi standi við gef­in fyr­ir­heit um lækk­un þess­ara gjalda, seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Eyj­um í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Bent er á að viðsjár hafi verið á síðustu miss­er­um í sjáv­ar­út­veg­in­um vegna sterks geng­is ís­lensku krón­unn­ar. Lægra verð en oft áður hafi feng­ist fyr­ir afurðirn­ar. Svo bæt­ist veiðigjöld­in við og þau séu íþyngj­andi.

„Þess­ir pen­ing­ar væru bet­ur komn­ir hér í Eyj­um, þar sem þeir urðu til, en í rík­is­hít­inni. Þenn­an lands­byggðarskatt verður að lækka,“ seg­ir Íris sem tel­ur mik­il­vægt að heima­menn séu jafn­an í ráðandi stöðu þegar stjórn­völd taka ákv­arðanir um þeirra mál. Því sé til veru­legra bóta að þegar nýr Herjólf­ur kem­ur á næstu miss­er­um muni Eyja­menn sjálf­ir geta haft hönd í bagga með til dæm­is tíðni ferða og gjald­skrá ferj­unn­ar. Það sé mik­il­vægt hags­muna­mál fyr­ir byggðina, rétt eins og heil­brigðisþjón­ust­an. Starf­semi á sjúkra­hús­inu í Eyj­um hafi verið skert mikið á síðustu árum og marg­vís­leg starf­semi þar lögð af. Því vill bæj­ar­stjór­inn að verði snúið til baka.

Morgunblaðið greindi frá.