Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur 10 opna fundi hringinn í kringum landið til að ræða nýtt frumvarp um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Kristján Þór var með fundi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi í síðustu viku og þar var hörkugóð mæting, alvöru umræður og mikil stemning.

Á morgun miðvikudag er komið að fundi í Akoges í Vestmannaeyjum, fundurinn hefst 11:30. Allir velkomnir!