Um helgina hélt ÍBV Eyjablikksmótið, en það er fyrir stúlkur og drengi á eldra ári í 5. flokk í handbolta. Mótið gekk heilt yfir mjög vel en það voru um 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu. ÍBV átti fimm lið á mótinu 3 karlalið og 2 kvennalið. Stelpurnar í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 1. deild og strákarnir í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 3. deild A.

Mótið stóð frá föstudegi til sunnudags og voru leikir alla dagana, á laugardagskvöldinu voru einnig landsleikir, brekkusöngur og ball þar sem keppendur skemmtu sér vel. En þess má geta að ÍBV átti 3 fulltrúa í landsleiknum að þessu sinni þau Berthu Sigursteinsdóttur, Söru Dröfn Ríkharðsdóttur og Ívar Bessa Viðarsson.

Hægt er að sjá myndir af sigurvegurum helgarinnar hérna