Á fimmtudag skrifuðu tveir leikmenn ÍBV undir samning við félagið. Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur snúið aftur heim í ÍBV eftir stutta dvöl í Noregi þar sem hún varð Noregsmeistari með Lilleström. Sigríður Lára hefur skrifað undir 4.ára samning við sitt uppeldisfélag sem er lengsti samningur sem kvennalið ÍBV hefur gert. Þá mun Sigríður Lára taka við fyrirliðabandinu fyrir ÍBV. Sigríður Lára hefur leikið 164 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 29 mörk. Þá hefur Sigríður Lára leikið 14 A landsleiki og fjöldan allan af leikjum með unglingalandsliðum Íslands.

Clara Sigurðardóttir skrifaði einnig undir samning við ÍBV en Clara hefur verið fastamaður í landsliði Íslands U-17. Clara hefur leikið með meistaraflokki ÍBV síðustu tvö ár þrátt fyrir verulega ungan aldur. Clara hefur leikið 38 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 3 mörk. Þá hefur Clara leikið 24 unglingalandsleiki og skorað í þeim 7 mörk.

Svo á laugardag skrifuðu eftirtaldir leikmenn einnig undir samning við ÍBV:

Kristín Erna Sigurlásdóttir skrifaði undir samning við félagið en Kristín Erna hefur leikið með ÍBV allan sinn feril að undanskildu einu leiktímabili. Kristín Erna hefur leikið 157 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 94 mörk. Kristín Erna er markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi.

Shaneka Gordon hefur leikið með ÍBV síðan 2012 en var lánuð í fyrra til ÍR. Shaneka sem var iðin við markaskorun fyrstu ár sín með ÍBV meiddist ílla árið 2015 og hefur lítið sem ekkert getað leikið síðan.

Júlíana Sveinsdóttir hefur leikið í vörn ÍBV síðustu 4.ár og á að baki 67 leiki í meistarflokki. Júlíana þykir mjög traustur varnarmaður sem sannarlega á framtíðina fyrir sér.

Sesselja Líf Valgeirsdóttir hefur leikið 48 leiki með ÍBV

Guðrún Bára Magnúsdóttir hefur leikið 39 leiki með meistaraflokki.

Margrét Íris Einarsdóttir hefur leikið 15 leiki fyrir ÍBV

Díana Helga hefur leikið 30 leiki fyrir ÍBV

Sóldís Eva Gylfadóttir hefur leikið 4 leiki fyrir ÍBV

Inga Hanna Bergsdóttir hefur leikið 3 leiki fyrir ÍBV

Guðný Geirsdóttir hefur leikið 3 leiki fyrir ÍBV

Sigríður Sæland hefur leikið 1 leik fyrir ÍBV

Þá eru þær Birgitta Sól Vilbergsdóttir og Helena Hekla Hlynsdóttir samningsbundnar ÍBV.

ÍBV hafði áður gert samninga við Cloe Lacasse, Caroline Van Slambrouck og Mckenzie Grossman. ÍBV mun bæta við sig tveimur leikmönnum til viðbótar.

Þá var gert opinbert að Jón Ólafur Daníelsson mun verða þjálfari liðsins.

Þá voru einnig undirritaðir samningar við Sonju Ruiz sem sjúkranuddara liðsins og samstarfssamningur við Gott restaurant en veitingastaðurinn er þekktur fyrir hollan og góðan mat.