ÍBV sótti HK heim í Kópavoginn nú í kvöld í leik í níundu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta.

Eyjastúlkur mættu vel stemmdar til leiks og sigu hægt og bítandi framúr. Í hálfleik var staðan orðin 7-13 Eyjastúlkum í vil.
Í síðari hálfleik hélt sama sagan áfram og endaði leikurinn með afar sannfærandi sigri ÍBV 20-31.
Með sigrinum fóru stelpurnar upp á topp við hlið Vals með 13 stig, en Valur á þó leik til góða.

Ester Óskarsdóttir og Karólína Bæhrenz voru markahæstar í liði ÍBV með sex mörk hvor og Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði fimm. Aðrir markaskorarar voru Arna Sif Pálsdóttir (4), Harpa Valey Gylfadóttir (3), Sunna Jónsdóttir (3), Greta Kavaliuskaite (2), Kristrún Hlynsdóttir(1) og Bríet Ómarsdóttir (1).