Flutn­inga­skip­in Arn­ar­fell og Lag­ar­foss hafa verið á sigl­ingu til og frá Þor­láks­höfn og Vest­manna­eyj­um frá því í nótt og morg­un þar sem þau kom­ast ekki til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um vegna veðurs, þessu greinir mbl.is frá.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vakt­stöð sigl­inga hjá Land­helg­is­gæsl­unni er ekki um hættu­ástand að ræða. Aust­an­storm­ur er á Suður­landi sem ger­ir það að verk­um að vind­ur­inn stend­ur beint inn höfn­ina.

Að sögn Andrés­ar Þ. Sig­urðsson­ar, hafn­sögu­manns í Vest­manna­eyj­um, eru skip­in ekki í neinu basli en bíða af sér veðrið. „Þetta er bara eðli­legt á vetr­ar­tím­um,“ seg­ir hann. Arn­ar­fell lagði úr höfn í Reykja­vík í nótt og átti að koma til hafn­ar í Vest­manna­eyj­um klukk­an 4 í nótt en hef­ur verið á dóli milli Þor­láks­hafn­ar og Vest­manna­eyja. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Eim­skip ligg­ur Lag­ar­foss í vari við Heima­ey á leið sinni frá Reykja­vík til Þórs­hafn­ar í Fær­eyj­um. Skipið mun sleppa því að fara inn til Vest­manna­eyja í þess­ari ferð vegna veðurs.