Olís-deild kvenna í handbolta fór af stað í gærkvöldi eftir langt jólafrí. Stelpurnar sóttu þá heim Valskonur í toppslag.

Valskonur byrjuðu mun betur, náðu fljótt undirtökunum og komust í 13-5 þegar um tíu mínútur voru eftir að hálfleiknum. Þá hafði ÍBV ekki skorað í 15 mínútur. Eyjastúlkur klóruðu aðeins í bakkann áður en hálfleiknum lauk og var staðan 13-8 í hálfleik.

ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn betur og var staðan 15-12 um miðbik síðari hálfleiks. En Valstúlkur rönkuðu þá við sér og tóku völdin á ný. Lokatölur 23-16.

Markahæst í liði ÍBV var Arna Sif Pálsdóttir með 5 mörk aðrar sem skoruðu voru. Sunna Jónsdóttir (4), Karolína Bæhrenz Lárudóttir (2), Ásta Björt Júlíusdóttir (2), Kristrún Hlynsdóttir (2) og Sandra Dís Sigurðardóttir (1).

Með sigrinum skutust Valsstúlkur uppfyrir ÍBV og leiða deildina með tveimur stigum.
Næsti leikur ÍBV er gegn Haukum í Eyjum þriðjudaginn 15. janúar nk. kl. 19.30.