Enn stend­ur yfir um­fangs­mik­il loðnu­leit á Íslands­miðum en bræla fyr­ir norðan er til trafala fyr­ir fram­kvæmd­ina. „Vís­inda­lega lít­ur þetta ekki vel út,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði.

Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir of snemmt að slá nokkru föstu en er ekki ýkja bjart­sýnn á að dragi til tíðinda við leit­ina.

Fimm skip eru við loðnu­leit við aust­an- og norðan­vert Ísland, í von um að lág­marks­magn af loðnu mæl­ist, til þess að gefa megi út upp­hafskvóta, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá