Haf­rann­sókna­stofn­un mun ekki leggja til að afla­heim­ild­ir verði gefn­ar út fyr­ir loðnu að sinni. Þetta er niðurstaðan eft­ir að síðasta loðnu­leiðangri stofn­un­ar­inn­ar í sam­starfi við út­gerðir lauk. Niðurstaðan veld­ur von­brigðum, en fram­hald vökt­un­ar verður rætt í sam­ráðshópi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa í dag.

Verði eng­ar loðnu­veiðar leyfðar í vet­ur myndi það hafa mik­il áhrif á sam­fé­lagið í Vest­manna­eyj­um, en fyr­ir­tæki þar ráða yfir um þriðjungi heim­ilda, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um felu­leik loðnunn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.
Miðað við tæp­lega 200 þúsund tonna kvóta og alls 17 millj­arða í út­flutn­ings­tekj­ur, eins og fyr­ir tveim­ur árum, áætl­ar Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri VSV, að í vasa launa­fólks á land­inu hefðu runnið um 3,3 millj­arðar og um 500 millj­ón­ir í líf­eyr­is­sjóði. Bein­ar tekj­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga hefðu alls numið um 3,5 millj­örðum og þá eru ótald­ar veru­leg­ar óbein­ar tekj­ur hins op­in­bera.