Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn.
Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að búa til og hanna hina ýmsu hluti. Við keyptum tifsög úr gjafasjóðnum okkar og önnur verkfæri sem til þarf,“ segir í tilkynningu á vef Hraunbúða.

Jóga Með Hafdísi Í Boði Hollvinasamtaka Hraunbúða
Síðustu mánudaga hafa Hollvinasamtök Hraunbúða boðið heimilisfólki og dagdvalargestum upp á Jóga með Hafdísi Kristjánsdóttur. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og mæta að jafnaði 15-20 manns og njóta þess að slaka á og lifa í núinu.