Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið.

Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia lék einn æfingaleik með ÍBV á undirbúningstímabilinu fyrir síðasta tímabil en ekkert varð úr samningi við hann þá. Þar sem meiðsli komu í ljós í læknisskoðun. Nú hafa hins vegar samningar tekist.

Aðrar breytingar sem orðið hafa á leikmannahópnum frá síðasta tímabili:

Komn­ir:
7.3. Gil­son Cor­reia frá Peniche (Portúgal)
7.3. Evariste Ngolok frá Aris Limassol (Kýp­ur)
2.3. Rafa­el Ve­loso frá Valdres (Nor­egi)
2.3. Telmo Cast­an­heira, Trofen­se (Portúgal) – ÍBV
2.3. Fel­ix Örn Friðriks­son frá Vejle (Dan­mörku) (úr láni)
21.2. Guðmund­ur Magnús­son frá Fram
21.2. Jon­ath­an Glenn frá Fylki
21.2. Matt Garner frá KFS
21.2. Óskar Elías Óskars­son frá Þór
16.10. Frans Sig­urðsson frá Hauk­um (úr láni)

Farn­ir:
7.3. Dav­id Atkin­son í Blyth Spart­ans (Englandi)
21.2. Atli Arn­ar­son í HK
21.2. Ágúst Leó Björns­son i Þrótt R. (var í láni hjá Kefla­vík)
21.2. Kaj Leo i Bartals­stovu í Val
17.1. Guy Gna­bouyou í Irakl­is (Grikklandi)
17.10. Henry J. Roll­in­son í enskt fé­lag