Loðnu­leit græn­lenska upp­sjáv­ar­veiðiskips­ins Pol­ar Amar­oq hafði ekki skilað nein­um ár­angri síðdeg­is í gær. Skipið var þá statt út af Breiðafirði eft­ir að hafa siglt nær hring­inn í kring­um landið í leit að loðnu.

„Útkom­an er eitt stórt núll,“ sagði Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, í um­fjöll­un um loðnu­leit­ina í Morg­un­blaðinu í dag. Hann sagði að það væru von­brigði, en ekki al­veg óvænt. Ekki varð vart við vest­ur­göngu.