Kröpp og óvenju­djúp lægð skammt suður af land­inu hreyf­ist all­hratt norðaust­ur. At­hygli er vak­in á gul­um og app­el­sínu­gul­um viðvör­un­um, sem í gildi eru í dag. Samkvæmt spá á að bæta í vindinn þegar líða tekur á daginn en dreg­ur síðan held­ur úr vindi og snjó­komu seint í kvöld og nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af bjart og þurrt NA-til. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, bjartviðri fyrir sunnan og hiti kringum frostmark. Lægir um kvöldið, léttir til og kólnar.

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðlæg átt með hlýindum og rigningu, en lengst af þurrviðri NA-lands.