Að venju er þétt dagskrá í Landakirkju yfir páskana og hefst dagskráin í dag, skírdag.

Skírdagur, 18.apríl – Kl. 20.00. Messa í Landakirkju. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Í lok messu fer fram afskríðing altarisins.

Föstudagurinn langi, 19.apríl – Kl. 11.00. Guðsþjónusta þar sem píslarsaga Jesú Krists verður lesin. Lesarar eru: Gabríel Ari Davíðsson, María Fönn Frostadóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Unnar Hólm Ólafsson, Guðný Sigurmundsdóttir og Tryggvi Hjaltason. Krossberar eru Elínborg og Finnbogi. Sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari og kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

Páskadagur, 21.apríl – Kl. 8.00. Hátíðarguðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Að guðsþjónustu lokinni býður sóknarnefnd Ofanleitissóknar til morgunverðar í safnaðarheimilinu.

Kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.