Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var í öðru sæti í vali á stofnun ársins, bæði í sínum flokki og á meðal allra sem tóku þátt. Frábær árangur hjá skólanum.