Sjómannadagurinn er runninn upp en hátíðahöld helgarinnar halda áfram.

Dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan:

10.00 Fánar dregnir að húni

13.00 Sjómannamessa í Landakirkju.

Séra Guðmundur Örn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari.

Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.

Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.

Snorri Óskarsson stjórnar athöfninni.

14.00   Ölstofa The Brothers Brewery Sjómannalög, létt og þægileg stemming

Ölstofan er opin frá kl. 14-21.

14.30 Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna opnar í Akoges.

Hið árlega og frábæra kaffihlaðborð Eykyndilskvenna sem enginn ætti að

láta fram hjá sér fara.

15.00  Hátíðardagskrá á Stakkó

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.

Heiðraðir aldnir sægarpar. Snorri Óskarsson.

Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Þórhalls Barðasonar

Ræðumaður Sjómannadagsins er baráttukonan Heiðveig María Einarsdóttir.

Verðlaunaafhending fyrir Kappróður, Koddaslag, Lokahlaup, sjómannaþraut, Dorgveiðimót og Sjómannamótið í Golfi.

Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar, popp og flos.