Engin óvissa, áfram gakk!

0
Engin óvissa, áfram gakk!
Mynd: Vegagerðin

Í samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 19. maí 2018, er kveðið á um í 4. tl. að bæjarstjóri fari með alla hluti bæjarins í félaginu. Þetta umboð er ekki takmarkað að öðru leyti en því að sala hluta úr félaginu krefjist samþykkis bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er þannig handhafi eina hlutabréfsins í félaginu og fer með eigandavaldið á hluthafafundum og þarf ekkert sérstakt umboð til þess fyrir hvern fund. Staðhæfingar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn félagsins um annað eiga því ekki við rök að styðjast og engin ástæða til að bregðast sérstaklega við þeim. Þetta er skýrt í samþykktum félagsins. Ný stjórn

Vestmannaeyjaferjunar Herjólfs hittist í gær á sínum fyrsta fundi og skipti með sér verkum. Arnar Péturson var kjörinn formaður og Guðlaugur Friðþórsson varaformaður. Það eru ánægjulegir tímar framundan í samgöngum Eyjamanna.

Á morgun, 9. júní, er áætlað að nýr Herjólfur leggi af stað frá Póllandi og við getum fagnað honum hér í heimahöfn í Eyjum laugardaginn 15. júní. Verið er að undirbúa móttökuathöfn skipsins sem verður auglýst síðar.

Það verður mikil gleðistund.
Íris Róberstdóttir, bæjarstjóri
Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs