Umræða um framtíð Blátinds sem nú er á Skanssvæðinu var til umræðu á síðasta fundi frmakvææmdar og hafnarráðs. Þar fram koma að síðan árið 2010 hefur verið kostað til um 7,6 milljónum króna í að koma Blátindi á þann stað sem hann er í dag. Ljóst er að verulegar fjárhæðir þarf til ef gera á bátinn sýningarhæfan, því eins og staðan er í dag er hann virkilega illa farin. Einhver hefur komið fyrir stiga hjá bátnum þannig auðvelt er að komast um borð og unnin hafa verið skemmdarverk á honum, en eins og sjá má á myndinni eru allar rúðurnar í brúnni brotnar.
Ráðið fól framkvæmdstjóra að láta meta kostnað við að koma bátnum í sjóhæft ástand og leggja fyrir ráðið. Í kjölfar þeirra upplýsinga verður tekin ákvörðun um framtíð Blátinds VE.