Þegar afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæjarstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa út 100 ára afmælisrit þar sem farið er í gegnum söguna með greinarskrifum, viðtölum og ekki síst með annál þar sem stiklað er á stóru í sögu bæjarfélagsins síðustu 100 árin.

Ritstjóri afmælisritsins er Sara Sjöfn Grettisdóttir og með henni í ritnefnd voru Kári Bjarnason, Ómar Garðarsson og Arnar Sigurmundsson. Ritinu var dreift í öll hús bæjarins í síðustu viku og til áskrifenda Eyjafrétta á fasta landinu.

Vestmannaeyjabær í 100 ár