Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um um mánaðarmótin og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað veiðarn­ar. Heimaey og Sigurður frá Ísfélaginu hafa verið á makríl og fóru bæði skip út síðasta föstudag.

„Heimaey og Sigurður fóru til makrílveiða á föstudagskvöld og eru þeir báðir að koma í land í Eyjum til löndunar. Heimaey með 650 tonn og Sigurður 500 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins.

Fyrstihús Ísfélagsins er nú að opna eftir þriggja vikna sumarfrí og sagði Eyþór að það yrði nóg að gera þar núna eftir fríið.