BEST ( Bandalag Vestmanneyskra söngva- og tónskálda) stendur fyrir heldur áfram með verkefnið sitt “Eitt lag á mánuði.” Nú er komið að sjöunda laginu, lagi júlímánaðar og jafnframt þjóðhátíðarlagi BEST. Lagið heitir “Melgresisbrekkan (engin orð nógu stór)” eftir Ágúst Óskar Gústafsson við texta Geirs Reynissonar sem syngur lagið sjálfur.
Það er Skipalyftan sem bíður okkur upp á lag júlí mánaðar.

Lagið má hlusta í spilaranum hér að ofan með ljósmyndum af þjóðhátíð frá Óskari Pétri Friðriksyni. Eins má nálgast það á Spotify líkt og öll lög verkefnisins.

Lag: Ágúst Óskar Gústafsson
Ljóð: Geir Reynisson
Söngur: Geir Reynis
Trommur: Birgir Nielsen
Bassi og gítar: Gísli Stefánsson
Píanó: Ágúst Óskar Gústafsson
Flugelhorn: Einar Hallgrímur Jakobsson
Útsetning, upptaka og hljóðblöndun: Gísli Stefánsson
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson

 

Ef þú ert úr Eyjum og lumar á lagi eða texta sendu okkur endilega línu á [email protected]. Eins ef þú eða þitt fyrirtæki vill styrkja þetta verkefni.