Á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum oft fiskað drjúgt af ýsu. Vissulega er auðvelt fyrir þau að veiða ýsuna núna en í lok kvótaárs þarf að hyggja að fleiri tegundum. Bæði skipin eru að landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Afli Bergeyjar er að mestu ýsa og djúpkarfi en afli Smáeyjar (áður Vestmannaey) ýsa og ufsi. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra var góð ýsuveiði hjá báðum skipum fyrsta sólarhring veiðiferðarinnar, en aflinn varð tregari þegar farið var að forðast ýsuna og leita eftir öðrum tegundum.

Af vef Síldarvinnslunnar