Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu, nýja salnum og mæti 2. – 10. bekkur kl. 10:00. Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu.
Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.

Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst Kl. 08:20 er skólasetning hjá 1. bekk í sal Hamarsskóla og í framhaldinu er stuttur foreldrafundur. Gott væri því ef foreldrar 1. bekkja nemenda gætu gefið sér tíma til að vera hjá okkur til rúmlega 9:00 þennan morgun.

„Við viljum minna foreldra og forráðarmenn að nemendur í GRV þurfa ekki að kaupa nein námsgögn,” segir í tilkynningu frá skólanum.