Nýtt kvótaár hófst á miðnætti. Að þessu sinni er úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið, samanborið við um 384 þúsund þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Samdráttur á milli ára samsvarar því um 12 þúsund þorskígildistonnum.
Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert miklu meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða yfir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heildinni samanborið við 11,0% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Reykjavík fá úthlutað 10,6% af heildinni samanborið við 11,6% í fyrra. Hér hafa þau tíðindi gerst að Reykjavík, sem hefur til fjölda ára verið sú höfn landsins þar sem mestu aflamarki er úthlutað til, fellur úr fyrsta sæti í það þriðja. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.
Vestmannaeyjar eru því enn á ný orðinn stærsti útgerðarstaður landsins.

Hér fyrir neðan má sjá skiptinguna á Eyjabátum